23/12/2024

Menntamálaráðherra væntanlegur á menntaþing á Hólmavík

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi sem haldið verður á Hólmavík á nýju ári, fimmtudaginn 12. janúar 2012. Þingið átti að halda nú í haust í tilefni af 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík, en því hafa Strandamenn verið að fagna á árinu sem er að líða. Vegna mikilla anna í menntamálaráðuneytinu var menntaþinginu frestað fram í janúar. Þingið hefst kl. 16:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík og eru allir Strandamenn og nærsveitungar velkomnir. Dagskrá þingsins verður auglýst nánar síðar.