11/10/2024

Gott sumar hjá Strandakúnst

stkunst1

Handverksfélagið Strandakúnst sem starfar á Hólmavík og í nágrenni heldur úti sölumarkaði við Höfðagötu á Hólmavík, gegnt innganginum á Galdrasafnið. Þar er margvíslegur varningur á boðstólum og hefur salan verið með ágætum í sumar, að sögn Ásdísar Jónsdóttur sem er í forsvari fyrir handverkshópinn. Þarna fæst margvísleg gjafavara og prjónavarningur, handverk heimamanna og alls konar fallegir gripir, m.a. margar fallegar lopapeysur. Opið er alla daga yfir sumarið frá kl. 11-17 og þess utan eftir samkomulagi, en símanúmer er aðgengilegt á glugga við dyrnar. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að versla handverk af Ströndum.

stkunst2 stkunst3

Strandakúnst – handverksmarkaður á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson