22/07/2024

Mátun í félagsheimilinu

Ungmennafélagið Geislinn á Hólmavík stefnir að því að festa kaup á nýjum æfingagöllum á næstunni. Vegna þessara fyrirhuguðu kaupa hefur stjórn félagsins beðið þá sem hafa áhuga á að kaupa galla um að mæta upp í Félagsheimilið á Hólmavík í kvöld, sunnudagskvöldið 9. júlí, eða á mánudagskvöldið 10. júlí milli kl. 20:00 og 21:00. Þar geta menn mátað flíkurnar og séð hvort þurfi að skipta yfir í stærri eða minni stærð síðan síðast. Verð á hvern galla hefur ekki verið ákveðið.