23/04/2024

Íslenski safnadagurinn í dag

Íslenski safnadagurinn er í dag, sunnudaginn 9. júlí. Af því tilefni hefur Sauðfjársetur á Ströndum ákveðið að ókeypis verður inn á sögusýninguna Sauðfé í sögu þjóðar í Sævangi í dag og auk þess verður þeim sem koma færandi hendi með muni eða myndir fyrir safnið boðið upp á kaffidreitil og kökubita. Mikið var um að vera á Sauðfjársetrinu í gær þar sem Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum stóð yfir á Sævangsvelli.