26/04/2024

Brun á bláum sæ

Eitt af því sem vakti athygli fólks á Hamingjudögum á Hólmavík var ofurhugi sem lék sér á sjóskíðum í og við höfnina á laugardagsmorgninum. Hetjan var hreint ekki bangin við að láta draga sig á ofsahraða fram og til baka eftir sjónum og lét sér ekki bregða þrátt fyrir harðar byltur við og við – alltaf var staðið upp og haldið áfram þaðan sem frá var horfið. Tilburðir kappans, sem mun hafa verið Gauti Már Þórðarson frá Hólmavík, vöktu mikla lukku landkrabbanna sem á horfðu. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var einn af þeim sem sáu til uppátækisins og hann náði að smella af örfáum myndum.

Á skíðum skemmti ég mér

Kempan dottin kylliflöt…

…rétt að halda strax af stað aftur…

atburdir/2006/580-sjoreid.jpg

…út á ballarhaf.

Ljósm. Arnar S. Jónsson