22/12/2024

Maríus Kárason lætur af störfum hjá Hólmadrangi eftir 20 ára starf

Maríus Kárason lét af störfum hjá Hólmadrangi nú um áramótin eftir 20 ára farsælt starf. Sem þakklætisvott fyrir mjög vel unnin störf, var honum fært veglegt gullúr að gjöf frá Hólmadrangi ehf. Jafnframt var honum haldið veglegt kaffisamsæti. Maríus sagðist ekki vita hvað hann tæki sér fyrir hendur, en fréttaritara strandir.saudfjarsetur.is sýndist hugur hans liggja á fornar slóðir. Maríus var skipstjóri á báti sínum Sigurfara ST-117 yfir 20 ár. Starfsfólk Hólmadrangs óskar Maríusi velfarnaðar á nýjum vettvangi (sumir munu sárt sakna nestisboxins).

Maríus var ánægður með göfina.

Maríus var mættur á bryggjuna þegar bátarnir komu í land.