22/07/2024

Á jólaballi á Hólmavík

Tími jólasveinanna er að mestu leyti liðinn, þeir eru margir komnir heim til sín og Kertasníkir sá síðasti heldur heim til sín í Grýluhelli á þrettándanum. Þó er ekki úr vegi að birta myndir af jólaballi á Hólmavík á annan í jólum þar sem nokkrir slíkir kíktu við og var Hurðaskellir örugglega í hópnum því það stórsá á hurðinni í anddyrinu á Félagsheimilinu eftir lætin í honum. Strandagaldur stóð fyrir jóladagatali hér á vefnum fyrir jólin þar sem birt voru myndbönd af öllum jólafólunum og hér má nálgast yfirlitssíðu um sveinana.

Jólaball á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson