14/09/2024

Lögreglan heimsækir Finnbogastaðaskóla

Lögreglan á Hólmavík hefur undanfarnar vikur verið að heimsækja skóla á Ströndum og þar á meðal var Finnbogastaðaskóli í Trékyllisvík heimsóttur nýlega, fámennasta skóla landsins. Að sögn Hannesar Leifssonar varðstjóra var bæði gaman og fróðlegt að skiptast á skoðunum við börnin þrjú í skólanum, enda viðhorf þeirra um margt ólíkt viðhorfi barna sem búa í meira þéttbýli. "Við sem búum í þéttbýlinu mættum tileinka okkur svolítið þann hugsunargang sem þar tíðkast," segir Hannes.