22/12/2024

Listi yfir lagaval karókí söngvaranna

Undankeppni karókíkeppni vinnustaða á Ströndum verður haldin í Bragganum á Hólmavík á morgun og hefst klukkan 21:00. Flytjendur laganna hafa nú allir valið sér lag til flutnings og eru nöfn þeirra birt hér að neðan ásamt upplýsingum um hvaða lög þeir hafa valið. Þrettán keppendur eru skráðir til leiks og keppa fyrir tíu fyrirtæki og stofnanir. Í undankeppninni verður keppt um átta sæti sem eru laus í úrslitakeppninni og verður haldin eftir tvær vikur. Sérstök dómnefnd sér um að velja sjö bestu flytjendurna áfram og áhorfendur velja einn af þeim sex sem sitja eftir áfram í úrslitakeppnina.

Kynnir í undankeppninni verður Rúna Stína Ásgrímsdóttir og dómnefndin er skipuð Stefáni Jónssyni, sem bar sigur úr býtum í keppninni í fyrra fyrir Áhaldahús Hólmavíkurhrepps, ásamt Elsu Björk Sigurðardóttur og Sigríði Óladóttur. Bjarni Ómar Haraldsson heldur utan um tónlistina og skipulagninguna.

 

Flytjandi

Keppir fyrir Lag Upph. flytjandi
Arnar S. Jónsson strandir.saudfjarsetur.is King Of The Road Roger Miller
Ásdís Jónsdóttir Strandagaldur Will You Still Love Me Tomorrow The Schirells
Ásdís Leifsdóttir Skrifstofa Strandabyggðar Creep Radiohead
Eyrún Eðvaldsdóttir Bíla- og kranaverkstæði Danna Blame It On The Sun Stevie Wonder
Halldór Jónsson Vegagerðin Rangur maður á röngum tíma Sólstrandagæjarnir
Inga Emilsdóttir Grunnskólinn Hólmavík Eye Of The Tiger Survivor
Lára Guðrún Agnarsdóttir Grunnskólinn Hólmavík Rose Garden Lynn Anderson
Lýður Jónsson Hólmadrangur Can’t Help Fallin In Love Elvis Presley
Salbjörg Engilbertsdóttir Skrifstofa Strandabyggðar Torn Natalie Imbruglia
Sigfríð Thorlacius Gjafavöruverslunin Ás Love Is All Around You Wet Wet Wet
Sigurður Atlason Strandagaldur Man I Feel Like A Woman Shania Twain
Sigurður Á. Vilhjálmsson Kaupfélag Steingrímsfjarðar Angel Robbie Williams
Stefán Jónsson KB banki Lítill drengur Vilhjámur Vilhjálmsson