22/12/2024

Lionsmenn og jólakortin

Sá skemmtilegi siður hefur lengi tíðkast á Hólmavík að félagar í Lions koma fyrir heljarstórum kassa í Kaupfélaginu sem fólk getur stungið jólakortum í sem eiga að fara til íbúa í þorpinu. Þau komast svo öll til skila á Þorláksmessukvöld því Lionsmenn flokka öll kortin og hafa síðan gert dreifingarsamning við jólasveinana sem ganga í hús á Hólmavík á Þorláksmessukvöld og koma jólakortunum til skila. Ríkir oft mikil kæti meðal sveinanna við þessa iðju, ekkert síður en viðtakendanna.