28/04/2024

Jóladagatal Leikfélags Hólmavíkur 2014

hurdarskellir1

Leikfélag Hólmavíkur mun núna fyrir jólin birta leikritið Jóladagatalið á vefnum í leiklesinni útvarps- og netútgáfu. Fyrsti búturinn er kominn á netið og síðan munu þeir birtast einn á dag til jóla. Leikritið Jóladagatalið var samið af félögum í Leikfélagi Hólmavíkur og fyrst sýnt fyrir jólin 1989 og er því handritið orðið 25 ára. Leikritið hefur tvisvar sinnum verið sýnt á Hólmavík, 1989 og 2000, og einnig af áhugaleikfélögum og skólahópum á nokkrum öðrum stöðum á landinu. Leikfélag Hólmavíkur á Facebooksíðu sem allir eru hvattir til að merkja við. Hér er svo slóðir á þættina eftir því sem þeir birtast á YouTube:

Fyrsti þáttur – Jóladagatalið 

Annar þáttur – Jóladagatalið

Þriðji þáttur – Jóladagatalið

Fjórði þáttur – Jóladagatalið

Fimmti þáttur – Jóladagatalið

Sjötti þáttur – Jóladagatalið

Sjöundi þáttur – Jóladagatalið

Áttundi þáttur – Jóladagatalið

Níundi þáttur – Jóladagatalið

Tíundi þáttur – Jóladagatalið

Ellefti þáttur – Jóladagatalið

Tólfti þáttur – Jóladagatalið