23/12/2024

Lesið úr bók Hrafns á fundi Félags Árneshreppsbúa

Á GjögurbryggjuAðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldin sunnudaginn 11. nóvember og hefst klukkan 14:00 í Bræðraminni (Kiwanishúsinu), Engjateigi 11 í Reykjavík. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, en einnig verða á boðstólum kaffiveitingar á kr. 1.500.- Þá er á dagskránni almennt spjall og myndasýning, auk þess sem Illugi Jökulsson mun koma og lesa upp úr nýútkominni bók bróður síns Hrafns Jökulssonar: ,,Þar sem vegurinn endar”, en sú bók gerist öll í Árneshreppi.