19/07/2024

Kaffiveisla vegna Íþróttamiðstöðvar

Klippt á borðannEftir vígslu Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík í gær bauð Hólmavíkurhreppur gestum í kaffi í félagsheimilinu. Fjölmargir íbúar Hólmavíkur lögðu þar hönd á plóg og sáu um bakstur fyrir uppákomuna. Skemmtiatriði voru á dagskrá í félagsheimilinu og sáu nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík um þau öll – þar var boðið upp á tónlistarspuna við tvær gamlar þjóðsögur, söng og atriði úr leikritinu Friðarbarnið. Vonast er til að sýnt verði frá vígslunni í fréttatíma sjónvarpsins í kvöld. Myndirnar hér tóku Ester Sigfúsdóttir og Alfreð Símonarson.

Gestir að raða sér í salinn – ljósm. Alfreð

Fjölmenni var í kaffinu – ljósm. ES

Í röðinni að ná sér í meðlætið – ljósm. ES

Söngatriði úr Friðarbarninu – ljósm. Alfreð

Tónlistarspuni við gamlar þjóðsögur – ljósm. ES