14/09/2024

Gjafir og ræðuhöld

Eins og venjan er á opnunarhátíðum voru bæði ræðuhöld og móttaka á góðum gjöfum á dagskránni á opnunarhátíð Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur í gær. Haraldur V.A. Jónsson sést hér til hliðar glaður í bragði með blómakörfu frá Vestur-Húnvetningum. Svipmyndirnar af ræðumönnum sem fylgja þessari grein eru teknar af Ester Sigfúsdóttir, Jóni Jónssyni og Alfreð Símonarsyni.

Guðjón A. Kristjánsson óskaði Strandamönnum hjartanlega til hamingju – ljósm. Alfreð

Jóhann Ársælsson þingmaður flytur góðar kveðjur – ljósm. Alfreð

Birgir Gunnlaugsson stjórnarmaður í UMFÍ gaf klukku frá Álfasteini og hátíðarveifu – ljósm. Alfreð

Einar Thorlacius sveitarstjóri á Reykhólum færði góðar kveðjur frá nágrönnum okkar fyrir handan fjall. Hann klikkti út í ræðu sinni með ósk um veg um Arnkötludal og fékk mikið klapp fyrir – ljósm. Alfreð

Ellert B. Schram forseti ÍSÍ afhenti sveitarstjóra veggspjald og fána samtakanna til að flagga þegar menn væru kátir og langaði til – ljósm. JJ

Héraðssamband Strandamanna gaf gjafabréf fyrir íþróttaáhöldum að verðmæti 100 þúsund, hér afhendir Vignir formaður HSS Haraldi oddvita bréfið – ljósm. ES

Húnvetningar gáfu körfubolta sem börn í grunnskólanum afhentu og Oddur Sigurðarson afhenti myndarlega blómakörfu. Oddur bað einnig fyrir kveðju frá KKÍ sem hyggst senda fleiri körfubolta í tilefni dagsins. Badmintonsamband Íslands gaf íþróttamiðstöðinni einnig 16 badmintonspaða og flugur í tilefni dagsins. – ljósm. JJ