04/05/2024

Föndrað í Hlein

Það er notaleg listaverkastemming í Hlein á Hólmavík, þar sem Sigrún Jónsdóttir sér um að leiðbeina eldri borgurum með allskyns föndur. Enn sem komið er hefur verið unnið mest í leir en svo er ýmislegt annað gert og  ýmislegt á döfinni. Föndurdagur er einn í viku á þriðjudögum frá kl. 13 -16, en gæti verið færður til í óveðurstilfellum. Þarna ríkir mikil sköpunargleði, og eru margar konur að störfum. Karlarnir eru ennþá frekar feimnir við föndrið, en kíkja inn og segjast munu koma kannske þegar farið verður að skera út, alla vega fylgjast þeir vel með og eru líklegir til að slást í hópinn þegar líður á. Að loknum hverjum vinnudegi er sest niður og drukkið kaffi saman og spjallað og gætt sér á gómsætum pönnukökum og brauðbollum sem Sigrún bakar.

Kaffi

frettamyndir/2007/580-felagsst4.jpg

frettamyndir/2007/580-felagsst2.jpg

frettamyndir/2007/580-felagsst6.jpg

Líf og fjör í Hlein – ljósm. Ásdís Jónsdóttir