22/12/2024

Leikfélagi Hólmavíkur boðið í kaffi

Sauðfjársetrið í Sævangi hefur ákveðið að bjóða félögum í Leikfélagi Hólmavíkur í kaffi, kleinur og snúða, í Sævangi á morgun, sunnudaginn 28. ágúst kl. 16:00. Allir virkir leikfélagar sem hafa tekið þátt í starfi félagsins síðustu árin eru hjartanlega velkomnir og líka þeir sem hafa áhuga á að vinna með félaginu í vetur. Ætlunin er að spjalla um hitt og þetta tengt Leikfélaginu og samstarfi þessara aðila, en ekki er um formlegan fund að ræða. Einnig er öllum þeim sem aðstoðað hafa Sauðfjársetrið við uppákomur og atburði eða troðið upp á atburðum á vegum safnsins boðið í kaffi á sama tíma á morgun. Þar sem ómögulegt er að láta alla vita af kaffiboðinu eru menn hvattir til að láta fagnaðarerindið spyrjast út.