22/12/2024

Laus sumarstörf til umsóknar

Nokkur sumarstörf eru laus til umsóknar sem öll eru á sviði ferðaþjónustu í sumar en það er hægt að sækja um þau hér á fréttavefnum strandir.saudfjarsetur.is með því að smella á neðsta tengilinn Laus störf hér í efri tenglaröðinni á vinstri hönd. Það eru Galdrasýning á Ströndum, Sauðfjársetur á Ströndum og Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík sem auglýsa eftir starfsfólki í sumar og umsóknarfrestur rennur út í öllum tilfellum föstudaginn 28. apríl n.k.