14/09/2024

Lá við slysi

Menn voru fljótir á vettvangNú seinnipartinn í dag hvessti allverulega við Steingrímsfjörðinn og urðu íbúar Holtagötu 5 á Drangsnesi aldeilis varir við það. Í veðrinu sprakk borðstofuglugginn og dreifðust glerbrot um alla stofuna. Mátti ekki miklu muna að stórslys yrði, því búið var að leggja á borð og áætlað að borða nokkrum mínútum eftir að ósköpin dundu á. Ekki var aðstoð lengi að berast þrátt fyrir ofsaveður og settur var hleri í gluggann. Það segir sig sjálft að matmálstímanum seinkaði töluvert. 

Ljósm. Óskar Torfason