29/05/2024

Kynningarmyndband um ferli rækjunnar í verksmiðju Hólmadrangs

Hólmadrangur kynnti starfsemi fyrirtækisins á vikulegum súpufundi um atvinnu- og menningarmál á Ströndum í hádeginu í dag. Mjög góð mæting var á fundinn að venju þar sem gestir gæddu sér á öndvegis kjötsúpu og rækjusnittum. Kynningin á rækjuvinnslunni heldur áfram hér á strandir.saudfjarsetur.is þar sem fólki gefst tækifæri á að fylgjast með ferli rækjunnar frá því hún kemur í móttöku vinnslunnar og í pökkkun, tilbúin til útflutnings. Meðfylgjandi myndband sem er í eigu Hólmadrangs verður sýnt hér fram á annað kvöld.