29/05/2024

Kvennahlaup 20. júní

Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá fer fram í 20. skipti þann 20. júní víða um land. Á Hólmavík verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni Hólmavík kl. 11:00 og vegalengdir sem eru í boði eru 1, 5 og 10 kílómetrar. Forskráning fer fram í í Íþróttamiðstöðinni. Á Drangsnesi er hlaupið frá Fiskvinnslunni Drangi kl. 11:00 og fer forskráning fram í KSH á Drangsnesi. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is óskar öllum konum hjartanlega til hamingju með kvennadaginn 19. júní og hvetur þær til að fjölmenna í Kvennahlaupið.