07/11/2024

Spilavist á sunnudaginn

Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir félagsvist í Félagsheimilinu á Hólmavík á sunnudaginn kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir og aðgangseyrir fyrir þá sem komnir eru af grunnskólaaldri er kr. 500.- Þetta er í annað sinn á árinu sem foreldrafélagið heldur félagsvist og að þessu sinni er verið að safna fyrir þremur dýrindis ofvöxnum samlokugrillum sem nýlega voru keypt svo nemendur geti hitað brauðsneiðarnar sínar í skólanum og líka grillað samlokur til að selja á öðrum fjáröflunarskemmtunum sem þeir standa fyrir.