29/04/2024

ADSL frestast vegna ófærðar

Það var ætlun Símans að ljúka tengingu á ADSL við Hólmavík í þessari viku, en vegna óveðurs var ófært upp á Hátungur (sem er örbylgjustöðin á Steingrímsfjarðarheiði). Þá þurfti einnig að gera breytingar á ATM kerfinu á Blönduósi. Niðurstaðan er, að sögn Evu Magnúsdóttur upplýsingafulltrúa hjá Símanum, að þessari vinnu verður lokið í næstu viku. Síminn mun kynna þjónustuleiðir sínar þegar sambandið er orðið klárt og Eva staðfestir í bréfi sínu að sjónvarpsþjónustan verður aðgengileg í gegnum ADSL-ið.