02/05/2024

Kotbýli kuklarans opnar með sumaropnun

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði opnar með sumaropnun í dag, þann 15. júní. Þetta verður þriðja starfsár kotbýlisins en það var opnað fyrst þann 23. júlí árið 2005. Kotbýli kuklarans er "bústaður galdramanns" á 17. öld og gestir kynnast því hvernig leiguliðar á 17. öld bjuggu og skyggnst er inn í hugarheim almúgafólks tímabilsins meðan galdrafárið gekk yfir Ísland og fjallað um til hvaða ráð það gripið til að létta sér lífsbaráttuna og gera morgundaginn eilítið bærilegri en gærdaginn. Þjóðtrúarþema Kotbýlis kuklarans eru tröllin og í sumar verður unnið að því að koma upp ákveðinni tröllaleið í umhverfi kotbýlisins.

Þar verður meðal annars hægt að heyra í tröllum og jafnvel líta á bústaði þeirra.  Komið verður fyrir þjóðsagnavörðu sem talar til fólks og segir þeim sögur og hverskyns aðrar vættar verða á vegi gesta á leiðinni.

Ferðamálasjóður styrkti Strandagaldur um eina milljón króna í það verkefni en hafist verður handa við það í júlímánuði næstkomandi.

Kotbýli kuklarans verður opið frá kl. 12:00 – 18:00 fram til 1. júlí en þá verður opið frá 10:00-18:00 fram til 15. ágúst. Frá 15. ágúst til 1. september verður afur opið frá 12:00 – 18:00. Afgreiðsla sundlaugarinnar á Klúku, Gvendarlaug hins góða, verður í þjónustuhúsi kotbýlisins sem fyrr.

Heimasíða Galdrasýningar á Ströndum er á slóðinni www.galdrasyning.is.

kotbýlið
Hlóðareldhúsið í kotbýlinu


Kotbýli kuklarans

galdrasyning/kotbylid/580-kotbylid_uti.jpg
Frá opnunarathöfn Kotbýlis kuklarans sumarið 2005

galdrasyning/kotbylid/580-kotbylisskilti.jpg