25/09/2023

Fánaborgir að rísa

Fjöldi fánaborga hefur verið reistur í morgun til að undirbúa formlega opnun vegarins um Arnkötludal. Athöfnin hefst kl. 15:00 og verður neðarlega á Arnkötludal, rúmlega 4 kílómetrum framan við vegamótin við Hrófá. Opnun vegarins um Arnkötludal er fagnaðarefni, m.a. opnast margvíslegir möguleikar á eflingu ferðaþjónustu á svæðinu og Vestfjörðum öllum. Hólmavík er nú mjög miðsvæðis í Norðvesturkjördæmi eftir breytinguna og svipað langt frá Hólmavík um heilsársveg til Bolungarvíkur, Patreksfjarðar, Sauðárkróks og Reykjavíkur.