22/07/2024

Kopar á kirkjuþakið

Vinnuflokkur frá Kopar & Zink hefur síðustu vikur verið að störfum við að leggja kopar á kirkjuþakið á Hólmavíkurkirkju. Verkið hefur gengið ágætlega, búið er að leggja koparinn og nú er verið að vinna að frágangi. Reiknað er með að vinnuflokkurinn ljúki verkinu í þessari viku. Koparinn á að endast í að minnsta kosti 200 ár og hann þarf ekki að mála eins og járnið.

Ljósm. Jón Jónsson