28/03/2024

Sláttur hafinn af krafti

Bændur á Ströndum hafa margir byrjað heyskap af krafti og sums staðar er hann langt kominn. Flestir nota rúllutæknina og binda bagga sína og pakka þeim í plast, en enn eru þó einstaka bændur sem heyja í vothey og nota gamla sláttutætarann og JF-vagninn. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti af myndum í Þorpum og Húsavík, en þar búa jafnaldrarnir Björn Pálsson og Matthías Lýðsson með fjölskyldum sínum. Matthías var að slá í kvöldsólinni, en Björn er í óða önn að stækka fjárhúsin í Þorpum og hafa framkvæmdir gengið hratt síðustu vikur.

Matthías slær "með gamla laginu"

Ný fjárhús í Þorpum – ljósm. Jón Jónsson