24/06/2024

Konur og snyrtivörur …

Maður er manns gaman, ekki síst þegar konur og snyrtivörur koma saman. Þessi fullyrðing var rækilega sönnuð þegar Guðný Þorsteinsdóttir á Borðeyri bauð kvenfóki til snyrtivörukynningar þriðjudaginn 1. mars. Á kynninguna var mætt Bjarnheiður Magnúsdóttir að kynna snyrtivörur frá fyrirtækinu "Mirandas". Hellingur af hressum konum úr Bæjarhreppi og víðar að fjölmenntu heim til Guðnýjar til að spá og spekúlera. Sveinn Karlsson, fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is og eiginmaður Guðnýjar, var ekki lengi að grípa myndavélina og smella af nokkrum myndum.

Ljósm. – Sveinn Karlsson