16/04/2024

Straumendur í afslöppun

Fjölmargar andategundir má finna á Ströndum, en ein sú litskúðugasta og fallegasta er straumönd, en þær finnast víða á Ströndum. Þær eru alfriðaðar og finnast um allt land, oftast við straumharðar ár og læki á sumrin, en á sjó við brimstrendur yfir veturinn. Kollan verpir í gjótur eða skorur, 5-7 eggjum. Ísland er eina Evrópulandið þar sem straumendur verpa, en þær eru amerískar að uppruna. Straumandarsteggirnir á meðfylgjandi myndum eru í afslöppun í lygnri Víðidalsánni við Steingrímsfjörð, í pásu frá sinni uppáhalds iðju, að berjast við straumköst og boðaföll.

580-straumendur1 580-straumendur2

Straumendur á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson