14/09/2024

Einstök fegurð

Sólarupprásin getur verið einstaklega falleg á Ströndum. Í morgun um áttaleytið skartaði himininn yfir Hólmavík sínum fegurstu litum þegar fólk var á leið til vinnu. Á meðan tölvuþrjótar hökkuðu sér leið inn á strandir.saudfjarsetur.is stóð fréttaritari vefsins, Arnar S. Jónsson, grunlaus og dolfallinn yfir litadýrðinni og smellti af nokkrum myndum sem má sjá hér að neðan.