22/12/2024

Kolaport verður 22. mars

Ákveðið hefur verið að Kolaport verði haldið í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 22. mars næstkomandi, en dagsetningu hefur verið breytt frá því sem fyrst var fyrirhugað. Ókeypis básar eru þá í boði fyrir þá sem vilja og eru þeir sem hafa áhuga á að vera með hvattir til að hafa samband við Ásdísi í s. 694-3306. Á markaðinum verður væntanlega margvíslegt gull og gersemi á hagstæðu verði í krepputíðinni auk þess sem Kolakaffi og veitingar verða á sínum stað, en ekki er síður mikilvægt að koma saman, hittast og spjalla og vera kát.