05/10/2024

Fallegur dagur við Steingrímsfjörð

IMG_8819 (2)

Selir á skerjum eru eitt af einkennum Stranda, en á góðviðrisdögum flatmaga þeir gjarnan á flúrum og skerjum við ströndina. Þegar veðurblíðan leikur við Strandamenn eru þeir stundum í stórum hópum eins og á flúrunni við Langatanga í dag, rétt utan við Kirkjuból við Steingrímsfjörð. Hinumegin fjarðar sést þorpið á Drangsnesi ljómandi vel og Grímseyin er þarna á siglingu, ofarlega til vinstri á myndinni sem Jón Jónsson tók.