24/07/2024

Fjölmenni á Andrésar Andar leikunum

Töluverður fjöldi Strandamanna er nú staddur á Andrésar Andar leikunum á Akureyri sem standa yfir frá miðvikudegi fram á laugardag. 18 krakkar úr sýslunni eru keppendur á leikunum og annar eins fjöldi er í fylgdarliðinu. Hetja dagsins í hópi Strandamannanna er Dagrún Kristinsdóttir sem sigraði í flokki stúlkna 9-10 ára í 1,5 km göngu með hefðbundinni aðferð. Fleiri náðu góðum árangri, t.d. varð Ólafur Másson í öðru sæti í sínum flokki og Þórhallur Másson í þriðja sæti. Nánar má fræðast um mótið á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar – www.skidi.is.