22/12/2024

Karókí fjör um helgina

Nú er búið að gefa út dagskrána fyrir karókí-fjörið um helgina á Café Riis og spennan vex óðfluga. Generalprufan fyrir keppnina fer fram í Bragganum kl. 17:00 á laugardaginn og öll börn eru velkomin á lokaæfinguna þá. Keppnin sjálf fer svo fram í Bragganum á laugardagskvöldið og hefst kl. 21:00. Aldurstakmark á keppninni er 18 ár og verður barinn á Café Riis síðan opinn eftir keppnina fram á rauða nótt. Á föstudaginn verður pizzaofninn einnig í gangi hjá Café Riis en það skal tekið fram að það verður ekki um heimsendingarþjónustu að ræða á pizzum eins og sagt var í auglýsingu sem borin var í hús í morgun.