Categories
Frétt

Umsvif frá Akureyri á Hólmavík

Föstudaginn langa mun hljómsveitin Umsvif frá Akureyri leika á balli á Café Riis á Hólmavík. Hljómsveitin lék á balli á sama tíma í fyrra með góðum undirtektum og er áætlað að það verði enn meira fjör núna. Ýmis tónlist verður leikin og ættu allir að finna eitthvað fyrir sitt hæfi. Húsið opnar á miðnætti eftir föstudaginn langa og er opið til kl 4:00. Aldurstakmark er 18 ár. Vefsíða Umsvifs er www.umsvif.com.