05/10/2024

Skíðamót á föstudaginn langa í Selárdal

Það er nóg um að vera á skíðum um páskana á Ströndum og að venju eru það gönguskíðin sem Strandamenn skemmta sér á. Fjörið hefst með Kaupþingsmóti í dag, föstudaginn langa, en síðan er fjallaferð á vegum Skíðafélags Strandamanna á laugardag og boðganga á annan í páskum. Á heimasíðu skíðafélagsins eru auglýsingar um mótin og ferðina og er hægt að finna nánari upplýsingar undir þessum tengli. Kaupþingsmót í skíðagöngu verður haldið í Selárdal í dag hefst kl. 13.00. Gengið er með hefðbundinni aðferð. 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Stelpur 6 ára og y. 1 km          Strákar 6 ára og yngri 1 km
Stelpur 7-8 ára 1 km               Strákar 7-8 ára 1 km
Stelpur 9-10 ára 2 km              Strákar 9-10 ára 2 km
Stelpur 11-12 ára 2,5 km          Strákar 11-12 ára 2,5 km
Stelpur 13- 14 ára 3,5 km          Strákar 13-14 ára 5 km
Stelpur 15-16 ára 5 km          Strákar 15-16 ára 5 km
Konur 17-34 ára 7,5 km          Karlar 17-34 ára 15 km
Konur 35-49 ára 7,5 km          Karlar 35-49 ára 15 km
Konur 50-64 ára 7,5 km          Karlar 50-64 ára 15 km
Konur 65 ára og e. 2,5 km          Karlar 65 ára og e. 7,5 km

Þrír fyrstu í hverjum flokki fá verðlaunapening fyrir sæti og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Mótið er öllum opið. Eftir gönguna verða seldar veitingar.