26/04/2024

Jólatré og kveðjur frá Noregi

Norðmenn koma færandi hendi til Hólmavíkur að venju rétt fyrir jólin, en fulltrúar frá Hole, vinabæ Hólmavíkur í Noregi, mæta á Strandir í kvöld með jólatré í farteskinu. Ætlunin er að kveikja á trénu við hátíðlega athöfn á morgun, laugardaginn 12. desember kl. 17:00, og eru allir hjartanlega velkomnir á þann merkisviðburð. Sumarblíða er nú á Ströndum, en í fyrra var kafaldsmugga þegar Norðmennirnir komu með tréð.