15/04/2024

Vegurinn í Árneshrepp opnaður

Vegagerðin á HólmavíkVegurinn norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði til Gjögurs var opnaður í dag af Vegagerðinni á Hólmavík. Bóndi úr hreppnum fór á traktor yfir Veiðileysuháls í gærmorgun og ruddi slóð svo bílar kæmust í kjölfarið suður úr, þetta kom fram á Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær. Á fréttavef Jóns G. Guðjónssonar veðurathugunarmanns í Árneshreppi, www.litlihjalli.it.is, segir að ekki séu allir Árneshreppsbúar óánægðir með Vegagerðina sem sé búin að opna veginn norður þrisvar til fjórum sinnum eftir áramót. Sá mokstur hafi dugað skammt því ófært hafi verið aftur eftir stuttan tíma.