24/04/2024

Móttökustöð Sorpsamlags Strandasýslu opnuð

Laugardaginn 12. desember kl. 13:00 verður móttökustöð fyrir flokkaðan úrgang opnuð formlega í Sauðhúsinu á Skeiði 3 á Hólmavík. Sorpsamlag Strandasýslu stendur fyrir flokkuninni og rekstri stöðvarinnar. Ætlunin er að íbúar og fyrirtæki skili endurvinnanlegum verðmætum á móttökustöðina. ATH. Móttökustöðin er opin milli kl. 16:00-18:00 á föstudögum, fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar kl. 15:00-17:00 og annan laugardag í mánuði kl. 13:00-15:00. Hægt er m.a. að skila öllum pappír og pappa, dagblöðum og tímaritum, bylgjupappa (kössum), plasti bæði glæru og lituðu, hörðu plasti, málmum, timbri, hjólbörðum, rafmagnstækjum, gleri og spilliefnum frá heimilum án gjalds.