29/05/2024

Jólatónleikar og jólatré

Það er mikið um að vera í skemmtanalífinu á Hólmavík næstu daga. Jólatónleikar Tónskóla Hólmavíkur verða í kvöld þriðjudag og annað kvöld miðvikudag í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 19.30. Á fimmtudaginn, þann 16. desember, kl. 16:30 verður svo tendrað á jólatré við Grunnskólann á Hólmavík.

Að venju verður mikið um að vera þegar kveikt verður á jólatrénu, spiluð og sungin jólalög og ýmislegt glens og gaman. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir.