19/07/2024

Jólatónleikar hjá kvennakórnum Norðurljós

Það verður mikið um að vera í starfi kvennakórsins Norðurljós í vikunni. Annað kvöld heldur kórinn jólatónleika í Bragganum á Hólmavík sem hefjast kl. 20:00, og þar koma einnig fram nemendur Tónskóla Hólmavíkur og taka lagið með kórnum. Aðgangur er 1000 krónur og hressing er innifalin. Kvennakórinn verður svo með kökusölu í anddyri KSH á Hólmavík næstkomandi föstudag, þar sem í boði verða dýrindis tertur og ilmandi smákökur til jólanna. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar kvennkórskonur hittust eina kvöldstund fyrir skömmu til að föndra saman.