22/07/2024

Kristín Völundardóttir sýslumaður á Ísafirði

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Kristínu Völundardóttur, sýslumann á Hólmavík, til að gegna embætti sýslumanns á Ísafirði til 5 ára frá 1. janúar 2007. Jafnframt er ákveðið að að Sigríður Björk Guðjónsdóttir sem verið hefur sýslumaður á Ísafirði gegni embætti aðstoðarríkislögreglustjóra við embætti Ríkislögreglustjóra til 5 ára frá sama tíma. Ekki hefur enn verið auglýst eftir nýjum sýslumanni Strandasýslu með aðsetur á Hólmavík, svo vitað sé.