24/04/2024

Barnaskólinn friðaður

Samkvæmt fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða hefur Húsafriðunarnefnd ríkisins beitt skyndifriðun á gamla barnaskólann á Hólmavík, en þessi ákvörðun var tekin á fundi á föstudag. Menntamálaráðherra verður að taka afstöðu innan hálfs mánaðar hvort húsið verður friðað. Húsafriðunarnefnd vitnaði meðal annars til húsakönnunar frá því fyrir sjö árum þar sem skólinn fékk mjög háa einkunn sem menningarverðmæti. Magnús Skúlason er forstöðumaður Húsafriðunarnefndar.