22/12/2024

Íþróttasjóður auglýsir styrki

Menntamálaráðu-neytið hefur auglýst eftir umsóknum í svokallaðan Íþróttasjóð en hann veitir á hverju ári framlög til margvíslegra verkefna á sviði íþrótta. Til dæmis eru styrkt sérstök verkefni á vegum íþróttafélaga sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur þá sem hafa verið að vinna að uppbyggingu í íþróttalífinu á Ströndum til að skoða hvort ekki sé möguleiki á styrkjum þarna. Golfklúbbar, Skíðafélög, Héraðssambönd og Ungmennafélög (ekki þó á Ströndum) hafa verið að fá styrki úr þessum sjóði síðustu árin. Umsóknarfrestur er til 1. október 2005 og upplýsingar má nálgast hér undir þessum tengli.