26/04/2024

Íshrafl í Trékyllisvík

Hafís við Hólmavíkurhöfn árið 1965. Úr ljósmyndasafni Ólafs ReykdalSamkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hefur borist tilkynning um ís á reki í Trékyllisvík, en ísinn rekur hratt inn Húnaflóa enda stíf norðanátt eins og veðurspá hafði gert ráð fyrir en vindhraðinn er 10-15 metrar á sekúndu. Eins hafa borist upplýsingar um að það sjáist ís frá landi á Hrauni á Skaga og Sauðanesvita. Hafís lagðist síðast að landi árið 1979.

Myndin er frá Hólmavíkurhöfn árið 1965 þegar landsins forni fjandi lagðist að landi. Hún er tekin af Þórarni Reykdal og úr safni Ólafs Reykdal. Hér er tengill á fleiri myndir úr ljósmyndasafninu. 

.

Höfnin á Hólmavík 1965 – ljósm. Þórarinn Reykdal