11/09/2024

Ísdrangur á Kollafjarðarnesi

Þessi stöndugi ískall varð á vegi tíðindamanns strandir.saudfjarsetur.is og myndasmiðs á dögunum, þar sem hann trónaði utan í barðinu fyrir neðan kirkjuna á Kollafjarðarnesi. Líklega er hann að leggja ískalt mat á pólitíska möguleika sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hvort hann á möguleika á góðu sæti á einhverjum lista í vor skal ósagt látið. Það spillir nú líklega að vísu fyrir að karlinn virðist vera alveg hauslaus, en kannski má það nú einu gilda. Allavega rámar tíðindamann með sitt gullfiskaminni í að dauður maður hafi unnið sigur í lýðræðislegri kosningu úti í hinum stóra heimi ekki alls fyrir löngu.

Ljósm. Guðbrandur Sverrisson