10/12/2024

Í sund á Drangsnesi

Sundlaugin á Drangsnesi verður að sjálfsögðu opin um páskana fyrir þá sem vilja taka sundsprett og láta fara vel um sig í gufu eða heitum pottum. Á páskunum þegar fjölskyldan getur varið tímanum saman og gert eitthvað skemmtilegt er ekkert betra en að fara í sund. Sundlaugin á Drangsnesi verður opin á skírdag 13. apríl, laugardag og annan í páskum frá kl. 14-17, en lokuð á föstudaginn langa og páskadag. Allir eru velkomnir í sund, segir í fréttatilkynningu.

bottom

drangsnes/580-sunddrangs2.jpg

Ljósm. frá Sundlauginni Drangsnesi