04/10/2024

Ísbjörninn felldur

Ísbjörninn sem sást í Hælavík á Hornströndum í gær var felldur af skotmanni í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar kemur fram að það hafi verið gert af öryggisástæðum, þar sem ómögulegt hafi verið að vakta dýrið allan sólarhringinn og tryggja að það færi ekki í sjóinn eða færði sig í átt að byggð. Björninn var kominn í Rekavík þegar hann var felldur. Skrokkurinn var fluttur suður til rannsókna. Það voru Reimar Vilmundarson og skipverjar á Sædísi sem sáu dýrið fyrstir, þar sem þeir voru á grásleppuveiðum.