22/07/2024

Íbúafundur í Strandabyggð

Sveitarstjórn Strandabyggðar stendur fyrir íbúafundi á Hólmavík næstkomandi fimmtudag, 7. desember. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:00. Hugmyndin með fundinum er að gefa íbúum tækifæri að koma skoðunum sínum um fjölbreytilegustu mál á framfæri og spyrja sveitarstjórn út úr um rekstur og framkvæmdir í sveitarfélaginu.