07/05/2024

Gleðskapur í gula hverfinu

Fimmtudaginn 23. júní næstkomandi ætla íbúar í gula hverfinu (sveitinni) í Strandabyggð að hita upp fyrir Hamingjudaga og grilla saman í Sævangi. Sami háttur verður hafður á og í fyrra, allir mæta með kjöt, pylsur og brauð að vild. Útvaldir grillarar sjá um að kynda upp í kolunum og öllu gromsinu er svo skellt á sameiginlegt hlaðborð, en meðlæti og sósur og slíkt verður keypt sameiginlega. Aðgangur er því um 3-400 kr á mann. Gos og guðaveigar taka menn sjálfir með að heiman að vild, en einnig má kaupa gos í sjoppu Sauðfjársetursins. Enginn þarf að skrá sig, bara mæta. Gleði og gaman.