22/12/2024

Hettumávurinn búinn að unga út

Á Orrustutanga við Kirkjuból í Steingrímsfirði er dálítil hettumávabyggð, um það bil átta hreiður á klettum yst á tanganum. Mávarnir virðast hafa verpt allir á sama tíma, því í gær skriðu ungarnir úr eggjunum, allir sama daginn. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var viðstaddur þennan merkisatburð og smellti myndum af einum unganum þegar hann leit dagsins ljós og öðrum sem búnir voru að snyrta sig dálítið eftir dvölina í egginu.

1

bottom

natturumyndir/580-hettumavsungi1.jpg

natturumyndir/580-hettumavsungi5.jpg

natturumyndir/580-hettumavsungi3.jpg

Hettumávsungar – ljósm. Jón Jónsson